137
 1 Við sátum á bökkum Babylonsfljóts og minntumst Jerúsalem – og grétum.  2 Gígjurnar höfum við lagt til hliðar, hengt þær á greinar pílviðarins.  3-4  Hvernig eigum við að geta sungið? Samt heimta kúgarar okkar söng, vilja að við syngjum gleðiljóð frá Síon!  5-6  Ef ég gleymi þér Jerúsalem, þá visni mín hægri hönd! Ef ég elska annað umfram Jerúsalem, þá sé mér mátulegt að missa málið og tapa röddinni. 
 7 Ó, Drottinn, gleymdu ekki orðum Edómíta, daginn þegar Babyloníumenn hernámu Jerúsalem. „Rífið allt til grunna!“ æptu þeir.  8 Þú Babýlon, ófreskja eyðingarinnar, þú munt sjálf verða lögð í rúst. Lengi lifi þeir sem eyða þig – þig sem eyddir okkur.  9 Og heill þeim sem tekur ungbörn þín og slær þeim við stein!