101
 1 Ég vil syngja um réttlætið og miskunnsemina. Ég vil lofsyngja þér, ó Guð! 
 2 Ég, konungurinn, vil kappkosta að lifa heiðarlega og ganga um heimili mitt í grandvarleik – hjálpaðu mér til þess! 
 3 Gefðu mér að forðast allt sem er gróft og ljótt – að fyrirlíta hið illa.  4 Já, ég vil ekki vera sjálfselskur og vondur.  5 Ég umber ekki þá sem baktala nágranna sinn, og hroka og dramb mun ég ekki þola.  6 Ég leita uppi réttláta menn í landinu og kalla þá til starfa, að þeir búi hjá mér, – þeir einir sem grandvarir eru.  7 Svikara og lygara þoli ég ekki í mínum húsum.  8 Ég þagga niður í illmennunum í landinu og útrými úr borginni öllum óguðlegum.