124
 1 Hefði það ekki verið Drottinn sem með okkur var þetta skulu allir í Ísrael játa – hefði það ekki verið Drottinn,  2-3  þá hefðu óvinirnir gleypt okkur lifandi, útrýmt okkur í heiftarreiði sinni.  4-5  Við hefðum skolast burt á augabragði, horfið í strauminn. 
 6 Lofaður sé Drottinn, hann bjargaði okkur úr klóm þeirra.  7 Við sluppum eins og fugl úr snöru veiðimanns. Snaran gaf sig og við flugum burt! 
 8 Hjálp okkar kemur frá Drottni sem skapaði himin og jörð.